Róbert Wessman, framkvæmdastjóri Alvogen og Alvotech og eiginkona hans eiga von á sínu öðru barni saman. Gleðitíðindunum greinir Róbert frá á samfélagsmiðlum.

„Nýtt ár færir okkur nýtt líf, vaxandi ást, fjölskyldu og hamingju,“ skrifar Róbert við myndir af þeim hjónum og annarri af syni þeirra, Ace, sem er þriggja ára

Greint var frá því þegar hjónin létu pússa sig saman í ágúst árið 2021 með pompi og prakt í garðinum við heimili þeirra í Chateau St. Cernin í Frakk­landi.

En Meðal tón­listar­at­riða var Enriqu­e Ig­lesias sem söng lag þeirra hjóna Hero í veislunni og söng Jökull í Kaleo einnig fyrir gesti.