At­hafna- og kvik­mynda­gerðar­maðurinn James Red­ford lést síðast­liðinn föstu­dag að­eins 58 ára að aldri. Hann hafði barist við krabba­mein í lifur um langt skeið áður en hann lést.

Robert Red­ford syrgir nú son sinn, en engin sorg jafnast á við að missa barn að sögn full­trúa leikarans, Cindi Berger. „Jamie var ást­ríkur sonur, eigin­maður og faðir,“ sagði Berger sem óskaði eftir að fólk virti einka­líf Red­ford fjöl­skyldunnar á þessum tímum.

„Arf­leið hans lifir í gegnum börnin hans, listina, kvik­myndirnar og ást­ríðu hans fyrir verndun um­hverfisins.“ James gerði heimildar­myndir á borð við The Big Picture: Rethinking Dyslexia og Playing Keeps, sem verður frum­sýnd í þessum mánuði.

Harmi slegin

Eigin­kona James, Kyle Red­ford, kvaðst vera harmi lostinn yfir missinum þegar hún greindi frá and­láti James í lok síðustu viku. Hjónin voru gift í 32 ár og áttu saman tvö börn.

„Hann lifði fal­legu, á­hrifa­ríku lífi og var elskaður af mörgum. Hans verður sárt saknað.“