Robert De Niro segir að Donald Trump, Banda­ríkja­for­seti sé verri en allir þeir skúrkar sem hann hefur leikið á ferlinum. Í við­tali við New York Times segir hann að for­setinn sé sið­laus og geri engan greinar­mun á hvað sé rétt og hvað sé rangt.

De Niro, sem hefur meðal annars leikið mafíu foringjann Vito Cor­leone og spillta verka­lýðs­foringjann Frank Sheeran segir í við­talinu að hann gæti ekki hugsað sér að leika Trump. „Hann er svo skelfi­leg manneskja, honum er ekki við­bjargandi og það hef ég aldrei sagt um per­sónu sem ég á að leika.“ Á­stæðuna segir hann vera að Trump hafi aldrei viður­kennt að hafa gert mis­tök eða beðist af­sökunar.

Veruleikafirrtir stuðningsmenn

„For­setinn á að setja gott for­dæmi og gera það sem er rétt. Ekki að vera and­styggi­legt, lítið gerpi. Það er það sem hann er.“ Hann sjái ekkert gott í for­setanum eða fjöl­skyldu hans. „Þetta er eins og glæpa-fjöl­skylda,“ segir leikarinn sem getur ekki setið á sér að gagn­rýna stuðnings­fólk Donalds Trump: „Hann er með fylgis­menn sem eru brjálaðir og vilja gera brjálaða hluti.“

Leikarinn gagn­rýnir líka stuðnings­menn for­setans og segir þá veruleikafirrta. „Hann hefur fylgis­menn sem eru brjálaðir og vilja gera brjálaða hluti.“

Donald Trump hefur ekki enn brugðist við orðum leikarans á Twitter.