Breska poppstjarnan Robbie Williams gefur út sína þrettándu plötu 9. September næstkomandi, í tilefni af 25 ára tónlistarafmælis hans og ber platan nafnið XXV.

„Platan inniheldur endurútgáfu af mínum bestu lögum sem voru tekin upp með sinfóníuhljómsveit, ásamt nokkrum nýjum. Ég get ekki beðið eftir því að deila þeim með ykkur,“ skrifar Williams á Instagram.

Hinn 48 ára gamli söngvari situr fyrir nakinn á plötuumslaginu, og líkir eftir styttunni, The Thinker, Í New York.

Williams viðurkenndi í samtalil við miðilinn The Mirror, að einhverjum tölvubrellum hafði verið beitt til þess að hann liti sem best út. á hafi hann einnig fastað í sextán klukkustundir á sólarhing og borðað eina góða máltíð á dag.

„Ég get annað hvort litið vel út í fötum eða borðað. Ég er ekki í eins góðu formi og ég var,“ segir söngvarin og býst við að hann haldi sig meira í fötum nú þegar hann nálgast fimmtugt.

Meðal laga sem eru á plötunni: Angels, Millenium Love My Life og No Regrets.

Hugmyndin kom upp frá styttunni The Thinker, eða hinn hugsi, sem er staðsett í New York.
Mynd/Samsett

Hægt er að heyra nýja útgáfu af laginu, Angel, í spilaranum hér að neðan.