Lífið

Robbie Willams syngur HM til leiks

Opnunarhátíð HM verður í Moskvu á fimmtudaginn, en þá hefst heimsins mesta knattspyrnuveisla.

Söngvarinn Robbie Willams syngur á opnunarhátíð HM sem hefst fimmtudaginn 14. júní í Moskvu. Fréttablaðið/Getty

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í Moskvu fimmtudaginn 14. júní, mikil spenna er fyrir opnunarhátíðinni og búast menn við því að gestgjafarnir bjóði upp á sýningu á heimsmælikvarða.

Dagskrá hátíðarinnar hefur ekki verið birt, en samkvæmt frétt BBC þá mun söngvarinn Robbie Willams stíga á svið hálftíma fyrir opnunarleik Rússlands og Sádi – Arabíu sem fer fram á Luzhinki leikvanginum í Moskvu. 

Rokkarinn verður ekki einn á sviðinu því rússneska sópransöngkonan Aida Garifullina verður söngvaranum til halds og trausts, en hún er ein skærasta óperustjarna Rússa í dag.

Margir undrast þá ákvörðun að leyfa Robbie að koma fram af þessu tilefni því hann móðgaði land og þjóð nokkuð hressilega fyrir tveimur árum þegar lag hans Party Like A Russian fór í spilun. 

Texti lagsins fjallaði um hegðun nýríkra Rússa og var sagður ádeila á yfirgengilegan lífsstíl þeirra og viðhorf til peninga. Lagið féll ekki í kramið í Kreml en þar á bæ þótti textinn móðgandi og sagður draga upp ranga mynd af rússneskri þjóð. 

Sú móðgun risti augljóslega ekki djúpt þar sem Robbie Willams mun telja niður í fyrsta leik með söng sínum og verður Vladimír Pútín á meðal áhorfenda. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Möguleikarnir nær óþrjótandi

Lífið

Ástin blómstrar eftir Bachelorinn: „Ég vildi fara heim með henni“

Lífið

Eiga von á eineggja tví­burum

Auglýsing

Nýjast

Lokkandi leirtau úr Landmannalaugum

Afskaplega gott að syngja eftir Jón Ásgeirsson, það virkar allt

Kóngur ofurhuganna

Landsliðs­strákar skemmtu sér á Miami eftir lands­leik

Fantasían Storm­sker hlaut barna­bókar­verð­launin

Fann kraftinn minn aftur

Auglýsing