Skoski leikarinn Robbie Coltrane, best þekktur fyrir hlutverk sitt sem risinn Hagrid í bíómyndunum um Harry Potter er látinn. Hann var 72 ára að aldri.
Umboðsmaður hans staðfesti andlátið við breska miðla í dag.
Coltrane sem var einnig þekktur fyrir hlutverk sín í James Bond myndunum GoldenEye og The World is not enough var vel þekktur í Bretlandi fyrir hlutverk sitt í þáttunum Cracker.
Hann skilur eftir sig tvö börn úr fyrra sambandi með Rhona Gemmell en þau skildu árið 2003.
Ekki er vitað um dánarorsök hans.
Robbie Coltrane, a veteran Scottish-born comic and actor known for his star turns in the British crime series 'Cracker' and as Hagrid in the 'Harry Potter' movie franchise, has died https://t.co/sPGj73gaYs pic.twitter.com/u9EAcOMIjl
— The Hollywood Reporter (@THR) October 14, 2022