Skoski leikarinn Robbie Coltrane, best þekktur fyrir hlutverk sitt sem risinn Hagrid í bíómyndunum um Harry Potter er látinn. Hann var 72 ára að aldri.

Umboðsmaður hans staðfesti andlátið við breska miðla í dag.

Coltrane sem var einnig þekktur fyrir hlutverk sín í James Bond myndunum GoldenEye og The World is not enough var vel þekktur í Bretlandi fyrir hlutverk sitt í þáttunum Cracker.

Hann skilur eftir sig tvö börn úr fyrra sambandi með Rhona Gemmell en þau skildu árið 2003.

Ekki er vitað um dánarorsök hans.