Kynningar

Þrjú hundruð þúsund pör á 35 árum

Áttatíu ár eru frá því að Scarpa hóf að framleiða vandaða gönguskó á Ítalíu. Halldór Hreinsson kaupmaður segir að fjöldi seldra Scarpa para sé að nálgast 300 þúsund pör frá því að fyrsta parið kom til landsins fyrir 35 árum.

Halldór heldur hér á Scarpa skó, sem er síðan árið 1983 en eigandinn kom í Fjallakofann til að láta endursóla skóna sem hann hefur notað allt frá árinu 1983 eða í 35 ár. MYND/EYÞÓR

Það er mikið um dýrðir í Fjallakofanum þessa dagana en því er fagnað að 80 ár eru frá því að fyrstu Scarpa skórnir komu á markaðinn og 35 ár eru frá því að fyrsta parið var selt hérlendis. Scarpa hefur alla tíð haldið fast í hefðir stofnendanna en jafnframt sótt fram með nýjungum, innblásnum af áræði og frumkvæði.

„Scarpa var stofnað árið 1938 og hefur verið í eigu Parisotto fjölskyldunnar frá árinu 1956. Í dag starfar Luigi, einn þriggja Parisotto bræðranna sem tóku við 1956 af upprunalegu eigendunum, enn við framleiðsluna. Hann hefur safnað í kringum sig fjölda fagmanna sem viðhalda Scarpa hefðinni,“ segir Halldór Hreinsson, eigandi Fjallakofans, sem er jafnframt umboðsaðili Scarpa á Íslandi. Í tilefni þessara tímamóta er 20-50% afsláttur af Scarpa skóm til 17. júní nk.

Eitt par á hvern Íslending

„Saga Scarpa á Íslandi hófst árið 1983 þegar fyrstu Scarpa skórnir komu til landsins. Síðan þá er áætlað að hátt í 300 þúsund pör af Scarpa skóm hafi verið seld hér á Íslandi. Það gerir hátt í eitt par á hvern Íslending. Við seljum árlega í kringum 10 þúsund pör og þeir sem kaupa Scarpa gönguskó halda sig við það merki,“ segir Halldór, sem er að vonum ánægður með þennan glæsilega árangur en skórnir eru ekki síst þekktir fyrir að þola vel íslenskt veðurfar.

„Hjá Fjallakofanum starfar fólk sem hefur mikla þekkingu, metnað og kunnáttu til að aðstoða fólk við að velja rétta Scarpa skó,“ greinir Halldór frá.


Hjá Fjallakofanum starfar fólk með mikla þekkingu, metnað og kunnáttu til að aðstoða fólk við að velja rétta Scarpa skó. MYND/EYÞÓR

Ástríða, eldmóður og áhugi

Halldór hefur átt langa samleið með Parisotto fjölskyldunni, eða allt frá því að hann hóf störf í Skátabúðinni árið 1985. Hann hefur fylgt henni nánast óslitið síðan. „Ég er orðinn partur af þessari fjölskyldu og það er einstaklega gaman að vinna með henni. Nú hefur önnur og jafnvel þriðja kynslóðin tekið við keflinu og fjölskyldan er enn full af eldmóði, ástríðu og áhuga á að hanna og koma fram með nýjungar fyrir hönd Scarpa. Vissulega væri auðvelt fyrir fyrirtækið að koma með sömu skóna ár eftir ár en þau eru framsýn og frjó í hugsun. Hjá Scarpa er bæði gott úrval af klassískum skóm sem ekki breytast mikið frá ári til árs og skemmtilegum nýjungum,“ segir Halldór og nefnir í því sambandi Mojito skóna sem eru mörgum að góðu kunnir.

„Þegar Mojito skórnir komu fram á sjónarsviðið slógu þeir strax í gegn og þeir selja sig í raun sjálfir. Mojito skórnir eru liprir og fást í björtum og fallegum litum og eru þannig hannaðir að þeir henta í allt frá vinnu og ferðalögum upp í léttari gönguferðir,“ segir Halldór.

Góðir skór grunnurinn að góðri göngu

„Fólk nú til dags leitar eftir hollari lífsháttum, vill geta farið lengra, notið þess og haft ánægju af því og þess vegna býður Scarpa upp á létta og lipra gönguskó. Það gerir gönguna eða ferðalagið auðveldara ef skórnir eru góðir. Fólk tekur jafnvel myndir af skónum því þeir dönsuðu með því alla leiðina,“ segir Halldór ánægður.

Hann bendir á að aldrei hafi verið mikilvægara að fá fólk upp úr sófanum og út í náttúruna en einmitt nú. „Á tímum tækni og nýjunga er gott, bæði andlega og líkamlega, að fara út í náttúruna, stunda göngur og holla útivist. Skórnir eru grunnurinn að því að allt gangi vel. Þeir sem vilja fara langt, svo sem fararstjórar og þeir sem leiða ferðir um fjöll og firnindi, velja gjarnan Scarpa, enda vilja þeir vera í skóm sem taka þá alla leið,“ segir Halldór.

Scarpa hefur ávallt verið þekkt fyrir gæði í hæsta flokki. Mikil þekking býr að baki hönnun á skónum og þeir eru einungis framleiddir úr fyrsta flokks efni. „Skóeigendur finna hvað skiptir máli og þegar fólk hefur kynnst Scarpa þá koma fáir aðrir skór til greina,“ segir Halldór og bætir við að einhver ástæða sé fyrir því að um 10 þúsund pör seljist á ári hverju. „Það er eingöngu vegna þess að skórnir standa fyllilega undir væntingum,“ segir hann.


Scarpa hefur alla tíð haldið fast í hefðir stofnendanna en jafnframt sótt fram með nýjungum, innblásnum af áræði og frumkvæði. MYNDIR/EYÞÓR

Hekla á toppnum

Spurður hvað hafi breyst mest á þeim árum frá því að Halldór fór að höndla með Scarpa skó segir hann að þar beri hæst nútímatæknina. „Fyrir þrjátíu árum varð að handskrifa bréf og senda pantanir með pósti á milli landa, sem oft gat tekið margar vikur. Nútímatæknin gerir okkur kleift að eiga réttu skóna, í réttri stærð og á réttum tíma,“ segir Halldór.

En hvaða gerð af Scarpa skóm hefur verið vinsælust gegnum tíðina? „Það eru skór sem hafa verið óbreyttir í meira en tuttugu ár og ég er sérlega stoltur af þeim. Árið 1995 kom fram arftaki Advance 35530 skónna. Á fundi þar sem nýja týpan var kynnt til sögunnar var kallað eftir hugmyndum að nafni á skóna en öll nöfnin tengjast einhverju fjalli. Ég rétti upp hönd og sagði að nú væri minn tími kominn til að velja og ég vildi að skórnir fengju heitið Hekla. Það var einróma samþykkt og Hekla er vinsælasti kvenskórinn enn þann dag í dag, þótt Mythos Pro sé að nálgast hann í vinsældum og farinn að keppa um athyglina. Hekla eru klassískir skór sem henta jafn vel í göngu um Heiðmörk og upp á Hvannadalshnúk. Ladakh eru vinsælustu herraskórnir en í raun eru allir skórnir vinsælir,“ segir Halldór að lokum.

Scarpa skórnir fást hjá Fjallakofanum og í yfir 40 verslunum vítt og breitt um landið. 

Nánari upplýsingar á heimasíðunni www.fjallakofinn.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Næring+ nýr drykkur frá MS

Kynningar

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Kynningar

Heillandi vetrarparadís í norðri

Auglýsing

Nýjast

Teitur og Kara­batic í dag og fyrir tíu árum

Ellý: Ein­hver í Seðla­bankanum þarf rassskell

Rúnar filmaði fæðingu ó­­­kunnugrar konu

Viðkvæmnin „komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Partýbollur sem bregðast ekki

Auglýsing