Heimildir herma að Riverdale parið Cole Sprouse og Lili Reinhart hafi hætt saman eftir tveggja ára samband. Samkvæmt E news hættu Riverdale stjörnurnar saman í byrjun sumars.

Stjörnurnar höfðu haldið ákveðinni fjarlægð milli sínu en þrátt fyrir sambandsslitin virtist allt leika í lyndi þegar leikararnir hófu tökur á nýrri seríu Riverdale í mánuðinum.

Betty og Jughead áfram saman

Leikararnir hafa ekki tjáð sig um sambandsslitin en þau munu áfram koma fram sem Betty Cooper og Jughead Jones í sívinsælu þáttaseríunni Riverdale.