Ingi­björg Dögg Kjartans­dóttir og Jón Trausti Reynis­son, rit­stjórar Stundarinnar, eru par og flutt inn saman. Fyrst var greint frá því á vef DV. Sam­kvæmt því sem segir á DV eru þau skráð á sama heimilis­fang á Sel­tjarnar­nesi en Jón Trausti var áður búsettur í Vesturbænum en setti íbúð sína á sölu í fyrra.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins eru þau einnig skráð saman í MBA nám og því ljóst að þeim Ingi­björgu og Jóni finnst ekki leiðin­legt að vera saman. Þau hafa verið vinir í langan tíma og störfuðu saman á mörgum miðlum þar á meðal DV og Ísa­fold áður en þau stofnuðu Stundina.