Ás­mundar­salur stendur að tveimur Bóka­kok­teilum í salnum í sam­vinnu við rit­höfundana Ragnar Jónas­son og Sverri Nor­land. Fyrra kok­teil­kvöldið fór fram í gær en það seinna verður haldið í kvöld klukkan 20.00. Þar mun gestum bjóðast tæki­færi til að smakka eftir­lætiskok­teil upp­á­halds­höfundar síns og spjalla við höfundinn um leið.

Tólf rit­höfundar taka þátt í dag­skránni og hafa valið sér eftir­lætis drykk og verða sex þeirra á staðnum til að skála við les­endur sína hvort kvöld. Á staðnum verður bar­þjónninn Mars­hall Willi­ams frá Reykja­vík Roa­sters sem blandar drykki höfundanna. Glæsi­legur nýr kok­teil­seðill hannaður af Lilju Car­dew verður til sýnis. Þá munu lista­konurnar Salka Rósin­kranz og Tóta Kol­beins einnig prenta bóka­merki á staðnum sem eru til­valin til að læða inn í prentaðar jóla­gjafir.

Bækur höfundanna verða auk þess til sölu og hægt að fá á­ritanir. Að sögn skipu­leggj­enda er þó aðal­at­riðið ein­fald­lega að hittast og hafa gaman, skiptast á hug­myndum og spjalla um bækur yfir góðum drykk. Að­gangur er ó­keypis og allir eru vel­komnir, höfundar jafnt sem les­endur.

Rit­höfundarnir sem koma fram á Bóka­kok­teil í Ás­mundar­sal í kvöld eru Jón Kalman Stefáns­son, Katrín Jakobs­dóttir, María Elísa­bet Braga­dóttir, Sig­ríður Haga­lín Björns­dóttir, Sverrir Nor­land og Pedro Gunn­laugur Garcia.