Kátur er óskaplega rauður á litinn og til að byrja með er hann óttaleg písl. En hann byrjar að vaxa og fyrr en varir er hann orðinn risavaxinn. Því meira sem Emma elskar hann, því stærri verður hann.

Fyrr en varir er erfðafræðifyrirtæki sem ætlar að nota tæknina til að stækka dýr á höttunum eftir Káti og Emma og grunlaus frændi hennar verða að berjast gegn græðgisöflunum og leggja á flótta yfir þvera New York-borg. Á flóttanum snertir Kátur alla í kringum sig og sýnir Emmu og frænda hennar mikilvægi viðurkenningar og skilyrðislausrar ástar.

Kátur er svo stór að hann borðar 18 kíló af hundamat á hverjum degi og þegar hann dillar skottinu fer allt á flug í kringum hann. Þegar hann geltir heyrist það í 16 kílómetra fjarlægð og hann getur hlaupið á 115 kílómetra hraða þannig að það er eins gott að hann sleppi ekki laus.

Uppáhaldið hans á veturna er að fara á skautasvellið og þá mega nú allir aðrir á svellinu passa sig. Á sumrin finnst honum skemmtilegast að kæla sig í gosbrunninum og þá getur aldeilis orðið gusugangur. Hann elskar borgina og stundum sofnar hann við niðinn frá jarðlestunum.

Valinkunnur hópur íslenskra leikara sér um talsetningu myndarinnar á íslensku.

Leyfð fyrir alla aldurshópa.

Frumsýnd 10. desember 2021

Aðalhlutverk:
Kolfinna Orradóttir, Guðjón Davíð Karlsson,
Heiðar Þórðarson, Guðmundur Ólafsson,
Álfrún Örnólfsdóttir, Árni Beinteinn Árnason
og Orri Huginn Ágústsson.

Handritshöfundar:
Jay Scherig, David Ronn
og Blaise Hemingway.

Leikstjóri:

Walt Becker.

Sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll Kringlunni, Akureyri, Keflavík, Smárabíó og Laugarásbíó.