Mezzosópran­söng­konan Arn­heiður Ei­ríks­dóttir kemur fram í nýrri upp­færslu Ís­lensku óperunnar á hinu þekkta verki Madama Butter­fly eftir Giacomo Puccini sem frum­sýnt verður í Eld­borg á laugar­dag.

„Þetta er fal­leg saga sem er byggð á ævi­sögu konu sem vann sem geisja í Japan. Þetta er saga Cio-Cio-San eða Butter­fly eins og hún er kölluð. Hennar eina leið út úr vondu á­standi var að vinna sem geisja en það er mjög skýrt í verkinu að það er ekki eftir­sóknar­vert að vera geisja. Þótt það sé náttúr­lega á­kveðinn glamúr yfir því, þá er það eitt­hvað sem hún hræðist að festast aftur í,“ segir Arn­heiður.

Sorg­leg saga

Við upp­haf Madama Butter­fly er sögu­hetjan Cio-Cio-San við það að fara að giftast banda­rískum sjó­liðs­foringja að nafni Pin­ker­ton en sá hefur ekki mikinn á­huga á henni sem mann­eskju og hefur í hyggju að finna sér ameríska konu.

„Hann er í rauninni bara að giftast henni til þess að fá að sofa hjá henni. En hún tekur því ekki þannig, hún af­neitar trú sinni til að þóknast honum og er í kjöl­farið af­neitað af fjöl­skyldu sinni og bíður ein eftir honum í þrjú ár. Ég leik þjónustu­stúlkuna hennar Suzuki og við erum bara tvær í þessu húsi sem hann er búinn að koma okkur fyrir í,“ segir Arn­heiður.

Þegar Pin­ker­ton fer frá Japan er Cio-Cio-San barns­hafandi og bíður hún í þrjú ár eftir því að hann snúi aftur og sæki hana og son þeirra, sem hann veit ekki af, og fari með þau til Banda­ríkjanna. Hann snýr aftur til Japan að þremur árum liðnum með banda­rískri eigin­konu sinni sem hefur sam­þykkt að ala upp soninn og á einu andar­taki hrynur heims­mynd Cio-Cio-San.

„Þetta er mjög sorg­leg saga. Hún bíður og bíður í þrjú ár og heldur alltaf að hann sé að fara að koma. Það er annar ríkur maður í bænum sem vill giftast henni en hún segist vera gift og vill það ekki. Á sama tíma eru peningarnir búnir og allt frekar ömur­legt,“ segir Arn­heiður.

Arnheiður segir vera mjög hrifin af óperum Giacomo Puccini.
Fréttablaðið/Anton Brink

Puccini sem kvik­mynda­tón­skáld

Ertu hrifin af óperum Puccini?

„Já, ég er rosa hrifin af þessum stíl þar sem óperan er í rauninni leik­rit í eðli­legu formi og söngvarinn er bara að tala. Ef maður ber það saman við óperur eins og eftir Mozart þá er maður að syngja lög og svo fer sagan fram inn á milli, svipað og í söng­leik. Puccini er miklu meira þannig að tón­listin fylgir með allan tímann og undir­strikar annað­hvort til­finningarnar í textanum eða at­burða­rásina á sviðinu. Ég held að ef Puccini hefði verið að­eins seinna að skrifa þá hefði hann orðið kvik­mynda­tón­skáld.“

Kóreska sópran­söng­konan Hye Youn Lee syngur hlut­verk Cio-Cio-San í upp­færslu Ís­lensku óperunnar en hún hefur sér­hæft sig í að syngja það hlut­verk. Með hlut­verk Pin­ker­ton fer tenórinn Egill Árni Páls­son.

„Hún er al­gjört yndi hún Hye Youn, yndis­leg að vinna með og rosa­lega þægi­leg. Rosa fag­mann­leg og alveg klikkaðs­lega flott rödd,“ segir Arn­heiður spurð um hvernig sé að syngja með Hye Youn. „Þetta er í rauninni hennar sér­grein, það sem hún gerir helst er að syngja þetta hlut­verk úti um allan heim og hún er búin að gera það í mörgum, mörgum upp­færslum.“

Til­nefnd til virtra verð­launa

Arn­heiður hefur vakið at­hygli í evrópska óperu­heiminum en hún er fast­ráðin við þjóðar­óperuna í Prag og hefur starfað víðs vegar um álfuna, þar á meðal í Þýska­landi og Austur­ríki.

„Fyrir það var ég í Köln í Þýska­landi í svo­kölluðu óperu­stúdíói sem er svona milli­bil á milli þess að klára nám og þess að vera alveg at­vinnu­söngvari. Þar fékk maður að­eins meiri hjálp við undir­búning á sýningum, en ég var samt bara að syngja í venju­legum upp­færslum. Núna í Prag er ég með alveg æðis­legan samning þar sem ég er að fá mjög bita­stæð hlut­verk,“ segir hún.

Þá var Arn­heiður ný­lega til­nefnd til tékk­nesku gagn­rýn­enda­verð­launanna sem leik­kona ársins fyrir hlut­verk sitt sem Octavian í Rósa­riddaranum eftir Strauss.

„Ég var í síðustu viku til­nefnd sem leik­kona ársins í Tékk­landi. Ekki söng­kona heldur leik­kona. Það er mjög langt síðan það var óperu­söng­kona í þeim flokki, svo mér finnst það alveg sér­stakur heiður.“ segir Arn­heiður.

Ég var í síðustu viku til­nefnd sem leik­kona ársins í Tékk­landi. Ekki söng­kona heldur leik­kona. Það er mjög langt síðan það var óperu­söng­kona í þeim flokki, svo mér finnst það alveg sér­stakur heiður.

Gifti sig í sumar

Spurð um hvernig óperu­heimurinn í Tékk­landi sé segir Arn­heiður hann vera mun stærri en hér heima, enda hefur hún verið bú­sett í Evrópu undan­farin tólf ár.

„Það eru mjög mörg óperu­hús í Tékk­landi og svo er þetta ekki jafn ein­angrað og Ís­land er oft. Þetta er sam­tvinnað og þó að ég sé fast­ráðin í Prag þá er ég líka að vinna í Þýska­landi og Austur­ríki og tek að mér verk­efni þar,“ segir hún.

Er það ekki al­gjör draumur að geta ferðast um Evrópu og sungið í alls konar óperu­húsum?

„Jú, það er ó­trú­lega gaman. En það er náttúr­lega líka smá erfitt að komast sjaldan heim til Ís­lands. En stað­reyndin núna er að þú getur ekki unnið við þetta heima, það er engin full staða sem óperu­söngvari á Ís­landi, bara verk­efni.“

Þá bætir Arn­heiður því við að það hjálpi með heim­þrána að hún er gift tékk­neskum manni.

„Eins og staðan er núna þá er ég bara mjög sátt. Ég gifti mig í sumar tékk­neskum manni sem náttúr­lega hjálpar mikið með heim­þrána. Þá á ég smá heima þar, er með rætur og fjöl­skyldu.“