Stór­glæsi­legt og vandað 410 fer­metra ein­býlis­hús á tveimur hæðum er nú til sölu við Bauga­nes í Skerjafirðinum. Óskað er eftir til­boði en fast­eigna­mat hússins er rúmar 185 milljónir króna.

Um er að ræða einbýlishús athafnarmannsins Magnúsar Scheving og Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur sem auglýst var fyrst til sölu í maí en er enn óselt.

Húsið er á tveimur hæðum og telur fjögur svefn­her­bergi, þar af er hjóna­svíta með bað­her­bergi. Á efri hæðinni er sjón­varps­rými með skrif­stofu­her­bergi, eld­hús, borð­stofa og stofa.

Á neðri hæð er stórt hobbýher­bergi, á­samt líkams­ræktar­að­stöðu og nudd­her­bergi. Einnig er tveggja her­bergja íbúð með sér­inn­gangi á neðri hæð.

Til að komast að húsinu er keyrt inn einkaveg en húsið stendur inni í lóð við grænt svæði sem ekki verður byggt á sem gefur þessari eign rólegt umhverfi og sérstöðu.

Hægt er að sjá frekari upplýsingar um húsið á Fasteignaleit Fréttablaðisins með því að smella hér.

Myndir/Fasteignaljósmyndun

Innkeyrslan að húsinu er glæsileg, rauði glæsibíllinn fylgir ekki en það er allt falt fyrir rétt verð.
Glæsilegur stigi leiðir mann niður á neðri hæð hússins.
Loksins getur maður æft í friði, því líkamsrækt með öllu því helsta má finna í húsinu.
Eftir erfiða æfingu er tilvalið að slaka á í nuddherberginu, sem staðsett er á neðri hæðinni.
Stór hópur fólks rúmast í stofunni, sem er björt og fín.
Eftir æfingu og nudd heima er tilvalið að slaka á í heita pottinum úti á palli.
Hobbýherbergi er staðsett á neðri hæð hússins, núverandi eigandi virðist vera bílaaðdáandi að myndunum að dæma.
Ef líkamsræktin inni er ekki nógu góð, er stór lóð sem fylgir húsinu. Það er tilvalið í úti æfingu.