At­hafna­konan Frið­rika Hjör­dís Geirs­dóttir, betur þekkt sem Rikka, og Kári Hall­gríms­son giftu sig í byrjun októ­ber síðast­liðins. Rikka til­kynnti þetta á Insta­gram síðu sinni fyrr í dag.

Rikka og Kári hófu að stinga saman nefjum um mitt ár 2019 og hafa verið ó­að­skiljan­leg síðan þá.

Rikka hefur brallað ýmis­legt á sinni ævi og meðal annars starfað tölu­vert í fjöl­miðlum. Þá er hún af­bragðs kokkur og hélt úti mat­reiðslu­þætti á Stöð 2 um hríð.

Þá mætti sömu­leiðis titla Kára sem at­hafna­mann en hann hefur meðal annars unnið fyrir fjár­festinga­bankann JP Morgan í London.

Frétta­blaðið óskar þeim hjónum inni­lega til hamingju!