Lífið

Ríkasti maður heims á lausu eftir 25 ára hjónaband

Stofnandi Amazon er að skilja við konu sína, rithöfundinn MacKenzie. Þau eiga sextán þúsund milljarða.

Jaff og MacKenzie Bezos, þegar allt lék í lyndi.

Jeff Bezos, stofnandi Amazon, stendur nú í skilnaði við eiginkonu sína til 25 ára, rithöfundinn MacKenzie. Bezos er ríkasti maður í heimi.

Fólkið sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu á Twitter. Þar kemur fram að þau hafi ákveðið þetta í sameiningu og að þau muni áfram verða vinir. „Við vorum mjög heppin að finna hvort annað og innlega þakklát fyrir þau ár sem við höfum verið gift. Við myndum gera þetta aftur frá byrjun, þó við hefðum vitað að við myndum skilja eftir 25 ár.“

Bezos er 54 ára en MacKenzie 48. Þau tóku saman áður en Amazon var stofnað. Auðæfi Bezos eru metin á 137 milljarða dollara, eða um sextán þúsund milljarða króna. Ekkert hefur komið fram um hvort hjónin hafi komist að samkomulagi um skiptingu auðæfanna.

Þeim varð fjögurra barna auðið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

​Þór­dís nýtt Leik­skáld Borgar­leik­hússins

Lífið

„Lewis Hamilton dúfna“ selst á metfé

Lífið

Kit Har­ingt­on í ein­læg­u við­tal­i um lok Game of Thron­es

Auglýsing

Nýjast

Fólk verður ekki „full­orðið“ fyrr en á fer­tugs­aldri

Ræða hvað­a per­són­a mynd­i fylgj­a með á eyð­i­eyj­u

Bear Grylls í nýjum gagn­virkum þáttum á Net­flix

Raun­v­er­u­­leik­a­­stjarn­a hand­­tek­in fyr­ir fíkn­i­efn­a­vörsl­u

Um­ræðu­drullu­mall á Austur­velli

Fékk ekki frið frá gælu­dýrum ná­grannans

Auglýsing