Tón­listar­konan Ri­hanna mun koma fram á hálf­leiks­sýningunni á Super Bowl í febrúar á næsta ári. Ri­hanna hefur ekki komið fram opin­ber­lega síðan á Gram­my-verð­launa­há­tíðinni árið 2018, og verða því fimm ár liðin þegar Super Bowl fer fram.

Opin­ber að­gangur NFL stað­festi þetta fyrr í dag en miklir orð­rómar höfðu gengið um að Taylor Swift hefði verið boðið að sjá um hálf­leiks­sýninguna en að hún hafi hafnað því.

Bak­hjarl hálf­leiks­sýningarinnar verður App­le, en í Pepsi hefur verið helsti bak­hjarl sýningarinnar í ára­tug.

Síðasta tón­leika­ferð Ri­hönnu var árið 2016 eftir að hún gaf út plötuna Anti, hún hefur þó ekki sagt skilið við tón­listina heldur hefur hún komið fram á lögum tón­listar­fólks eins og Cal­vin Har­ris, Dra­ke, Fu­ture, Kendrick Lamar og DJ Khalid meðal annars.

Ri­hanna stað­festi árið 2018 að hún væri að vinna í reggí-plötu, en platan hefur enn ekki verið gefin út.