Ein frægasta söng­kona veraldar Ri­hanna og rapparinn A$AP Rocky hafa eignast sitt fyrsta barn sam­kvæmt slúður­miðlinumPage Six.

Barnið fæddist þann 13. maí í Los Angeles sam­kvæmt TMZ.

Greint var frá því í janúar að Ri­hanna væri ó­létt og í kjöl­farið hafa að­dá­endur söng­konunnar dáðst af bumbu myndum af henni um allan heim.

Ri­hanna er ekki bara söng­kona heldur einnig mikil at­hafna­kona en eignir hennar voru metnar á 1,7 milljarða dollara í fyrra sam­kvæmt For­bes. Lang­­stærstur hluti ríki­­dæma hennar er vegna Fen­ty Beauty snyrti­vöru­­fyrir­­­tækisins, um 1,4 milljarðar dollara, og er restin vegna undir­­fata­­fyrir­­­tækisins Sava­ge x Fen­ty, um 270 milljónir dollara.

Ri­hanna, sem heitir réttu nafni Robyn Fen­ty, stofnaði snyrti­vöru­­­fyrir­­­­­tækið árið 2017 í sam­­­starfi við lúxu­s­vörurisann LVHM. Er fyrir­­­­­tækinu var hleypt af stokkunum sagði söng­­­konan að mark­miðið væri að ná til „allra kvenna“ og svo virðist sem það hafi tekist ansi vel. Á fyrsta rekstrar­ári voru tekjur Fen­ty Beauty 550 milljónir dollara sam­­­kvæmt LVMH.

A$AP Rocky og Rihanna.
Fréttablaðið/Getty