Ein frægasta söngkona veraldar Rihanna og rapparinn A$AP Rocky hafa eignast sitt fyrsta barn samkvæmt slúðurmiðlinumPage Six.
Barnið fæddist þann 13. maí í Los Angeles samkvæmt TMZ.
Greint var frá því í janúar að Rihanna væri ólétt og í kjölfarið hafa aðdáendur söngkonunnar dáðst af bumbu myndum af henni um allan heim.
Rihanna er ekki bara söngkona heldur einnig mikil athafnakona en eignir hennar voru metnar á 1,7 milljarða dollara í fyrra samkvæmt Forbes. Langstærstur hluti ríkidæma hennar er vegna Fenty Beauty snyrtivörufyrirtækisins, um 1,4 milljarðar dollara, og er restin vegna undirfatafyrirtækisins Savage x Fenty, um 270 milljónir dollara.
Rihanna, sem heitir réttu nafni Robyn Fenty, stofnaði snyrtivörufyrirtækið árið 2017 í samstarfi við lúxusvörurisann LVHM. Er fyrirtækinu var hleypt af stokkunum sagði söngkonan að markmiðið væri að ná til „allra kvenna“ og svo virðist sem það hafi tekist ansi vel. Á fyrsta rekstrarári voru tekjur Fenty Beauty 550 milljónir dollara samkvæmt LVMH.
