Söng­konan og við­skipta­jöfurinn Ri­hanna er orðin milljarða­mæringur. Hún er nú næst ríkasti kven­kyns at­hafna­kona heims, á eftir Oprah Win­frey.

Eignir Ri­hönnu eru nú metnar á 1,7 milljarða dollara sam­kvæmt For­bes. Lang­stærstur hluti ríki­dæma hennar er vegna Fen­ty Beauty snyrti­vöru­fyrir­tækisins, um 1,4 milljarðar dollara, og er restin vegna undir­fata­fyrir­tækisins Sava­ge x Fen­ty, um 270 milljónir dollara.

Ri­hanna græðir á tá og fingri þessa dagana.
Fréttablaðið/EPA

Ri­hanna, sem heitir réttu nafni Robyn Fen­ty, stofnaði snyrti­vöru­­fyrir­­­tækið árið 2017 í sam­­starfi við lúxu­s­vörurisann LVHM. Er fyrir­­­tækinu var hleypt af stokkunum sagði söng­­konan að mark­miðið væri að ná til „allra kvenna“ og svo virðist sem það hafi tekist ansi vel. Á fyrsta rekstrar­ári voru tekjur Fen­ty Beauty 550 milljónir dollara sam­­kvæmt LVMH.

Ekki hefur þó allt sem Ri­hanna snertir orðið að gulli. Hún og LVMH komust að sam­komu­lagi fyrr á árinu um að hætta rekstri tísku­fyrir­tækisins Fen­ty eftir einungis tvö ár.

Ri­hanna hefur selt meira en 250 milljón plötur en hefur ekki gefið út plötu síðan árið 2016 er hún sendi frá sér Anti. Þó sást til hennar taka upp tón­listar­mynd­band með kærasta sínum A$AP Rocky fyrir skömmu.

Ri­hanna hefur ekki gefið út plötu síðan árið 2016.
Fréttablaðið/EPA