Lífið

Mads Mikkelsen kemur til landsins

Kvikmyndahátíðin RIFF barst ánægjulegur tölvupóstur á dögunum þar sem danski stórleikarinn mun koma til landsins að fá verðlaun fyrir framúrskarandi listræna hæfileika.

Mads Mikkelsen. Fréttablaðið/Getty

Danski stórleikarinn Mads Mikkelsen kemur hingað til lands til að veita viðtöku verðlaunum frá kvikmyndahátíðinni RIFF sem fram fer dagana 27. september til 7. október.

Verðlaunin fær hann fyrir listræna hæfileika. Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF, segir að þetta sé mikill heiður fyrir hátíðina. „Það er okkur mikil ánægja að fá hann til okkar enda höfum við viljað veita honum þessi verðlaun í þó nokkur ár.

Það er stundum þannig að það er gott að vera þrautseigur og bjóða nokkrum sinnum. Ég hef sent honum kurteislegt bréf á hverju ári og nú kom jáið sem við höfum beðið eftir. Punkturinn yfir i-ið á komandi hátíð.“

Mikkelsen ætlar að koma og taka virkan þátt í hátíðinni og dvelja hér í nokkra daga. „Hann er spenntur að koma, fá verðlaunin, sýna myndirnar sínar og hitta íslenskt kvikmyndagerðarfólk.

Hann ætlar að vera hér í nokkra daga og tekur þátt í þessu með okkur. Hann er ekki með neina stjörnustæla heldur auðmjúkur. Hann ætlar að svara fyrirspurnum gesta – sem er æðislegt. Hann er búinn að óska eftir að hitta íslenska kvikmyndagerðarmenn þannig að við erum að skipuleggja ferð í Gufunesið þar sem eru miklar framkvæmdir.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Atten­bor­ough gæti átt vin­sælasta lagið um jólin

Menning

Bóka­dómur: Hár­fínn línu­dans við for­tíðar­drauga

Lífið

Pi­ers og Ariana í hár saman vegna „hræsnarans“ Ellen

Auglýsing

Nýjast

Rauði djöfullinn lyftir Marvel á hærra Netflix-plan

Fólkið á götunni: „Held í húninn þegar það er opnað“

Óður til hins upprunalega á Hótel Sögu

In memoriam: Þrastalundur

Einelti hefur aukist á síðustu tólf árum

Salka Sól um eineltið: „Ég skammaðist mín“

Auglýsing