Rit­höfundurinn Ragnar Jónas­son heldur á­fram að slá í gegn á er­lendri grundu en nú hefur fram­leiðslu­fyrir­tæki breska kvik­mynda­leik­stjórans Ridl­ey Scott, Scott Free, tryggt sér kvik­mynda­réttinn að skáld­sögu hans Úti.

Við­búið er að Scott verði fram­leiðandi kvik­mynd upp úr bók Ragnars á­samt í sam­starfi við ís­lenska fram­leiðslu­fyrir­tækið Tru­enorth. Að sögn RÚV, sem greindi frá málinu, eru við­ræður þegar hafnar við danskan kvikmyndaleik­stjóra.

Ridl­ey Scott er einn þekktasti kvik­mynda­leik­stjóri sögunnar og á að baki fjöl­margar stór­myndir á borð við Blade Runn­er, Alien, Gladi­ator, Thelma & Lou­ise og nú síðast Hou­se of Gucci. Hann var sæmdur riddara­tign af Elísa­betu Bret­lands­drottningu árið 2003 fyrir fram­lag sitt til breskrar kvik­mynda­gerðar og hefur verið til­nefndur þrisvar til Óskars­verð­launa.

„Þetta er mikill heiður enda einn af bestu leik­stjórum kvik­mynda­sögunnar,“ segir Ragnar í sam­tali við frétta­stofu RÚV. Við­ræður hafa að sögn staðið yfir lengi en bók Ragnars komst fyrst fyrir sjónir Scott Free síðasta sumar fyrir til­stilli ís­lenska fram­leiðslu­fyrir­tækisins Tru­enorth.

Úti kom upp­haf­lega út á ís­lensku í fyrra og hefur verið þýdd á ensku. Bókin er sál­fræði­tryllir sem gerist uppi á há­lendi þar sem fjórir vinir neyðast til að leita skjóls í veiði­kofa uppi á heiði.

Úti er þó ekki eina verk Ragnars sem er verið að að­laga að kvik­mynda­forminu því banda­ríska sjón­varps­stöðin CBS vinnur nú að þátta­röð upp úr þrí­leik Ragnars Dimmu, Drunga og Mistri auk þess sem úti­bú Warner Bros í Þýska­landi á­ætlar að gera þætti upp úr Siglu­fjarðar­bókum hans sem hófust með bókinni Snjó­blindu.

„Þetta er svo­lítið þannig að eitt verk­efni kveikir á öðru. Maður er bara mjög heppinn að fá svona þrjá hæfa aðila til að vinna upp úr bókunum og það verður bara spennandi að sjá hvað kemur fyrst,“ segir Ragnar.