Teiknimyndaþáttaröðin Rick and Morty snýr aftur í nóvember. Frá þessu er greint á Twitter-síðu þáttanna en um er að ræða fjórðu seríu í þessari geysivinsælu þáttaröð.

Þættirnir hófu göngu sína árið 2013 á stöðinni Adult Swim en þeir fjalla um furðulega vísindamanninn Rick Sanchez og barnabarn hans, Morty Smith. Saman ferðast þeir um hina óendanlega mörgu alheima í alls kyns ævintýrum.

Á þessum sex árum hefur 31 þáttur verið framleiddur. Þriðju seríu lauk í október 2017 og hafa aðdáendur beðið eftir þeirri fjórðu með mikilli eftirvæntingu. Nú er ljóst að biðin er senn á enda, rúmum tveimur árum eftir að síðustu seríu lauk.