Áhrifavaldurinn Reynir Bergmann hefur enn og aftur verið harðlega gangrýndur fyrir ummæli sín á Instagram, þar sem hann er með nærri 17 þúsund fylgjendur. Reynir greindi frá því á Instagram í gær að hann væri með Sölva Tryggvasyni í liði, en tvær konur kærðu Sölva nýlega fyrir kynferðisofbeldi.
„RB er team f***ing Sölvi Tryggva. Mellur og vændiskonur fokkið ykkur,“ segir Reynir í myndbandinu og gefur myndavélinni síðan puttann.
Twitter notendur virðast vera á einu máli um að ummælin hafi verið vægast sagt ósmekkleg og hafa þau vakið mikla reiði. Ljóst er að margir telja orðræðu Reynis vera hluta af stærra vandamáli og benda á að óupplýstar upphrópanir geti haft verulega skaðleg áhrif á þolendur og aðra.
Afsökunarbeiðni í kjölfar skamma
Reynir hefur nú fjarlægt myndbandið að eigin sögn vegna „skamma“ en hann virðist þó ekki hafa séð að sér.
„Ég er að henda í bullandi afsökunarbeiðni,“ segir Reynir á Instagram. „Það er búið að skamma mig. Auðvitað er ég ekki team neinn. Eða jú,“ segir Reynir og horfir á Sólveigu, kærustu sína. Sólveig þvertekur fyrir það og segir Reyni vera hlutlausan.
„Ég er hlutlaus þar til sekt er sönnuð. Auðvitað dreg ég þetta til baka,“ segir Reynir. „En mér finnst samt ljótt þegar fólk er bara tekið gjörsamlega af lífi án þess að það sé búið að dæma það. Mér finnst það gróft, mér finnst það mjög ljótt.“
AFHVERJUUUUU fá svona kallar platform???? Þetta er í alvöru svo ógeðslega ljótt pic.twitter.com/FG7WLDiTI5
— Ásdís María 🇮🇸🇮🇸 (@Disamariaa) May 6, 2021
Kæri Reynir Bergamann
— Atli (@atlithorjons) May 7, 2021
Taktu hausinn út úr fokking rassgatinu á þér.
Éttu fokking skít Reynir. https://t.co/tETDvgBBUM
— Sólborg Guðbrands (@solborgg) May 6, 2021
Ef að helstu klappstýrurnar þínar eru Simmi Vill og Reynir Bergmann þá ertu að gera eitthvað vitlaust, held það sé nokkuð ljóst
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) May 7, 2021
Enn og aftur kemur Reynir Bergmann fram og sjokkerar en kemur samt engan veginn á óvart🤦♂️
— Björgvin Haukur (@Bhaukur21) May 7, 2021
Reynir Bergmann pic.twitter.com/BPEuTspnp9
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) May 6, 2021
Fólk eins og Reynir Bergmann er ástæða þess að metoo baráttan stendur í stað. Hvernig er þessi maður ennþá með platform? Hvernig getur fólk tekið manninn alvarlega? Margt sem ég skil ekki
— Viktoría Tea (@viktoriateaa) May 7, 2021
mér finnst svo fáránlegt að fólk heldur í alvöru að fólk myndi ljúga um svona til að “skaða mannorð”. Þetta skaðar ekki mannorð hérna á íslandi, Gillz er ennþá í útvarpinu, Björn Bragi er að opna þathöll og Reynir Bergmann á veitingastað...trúið þolendum.
— Þórunn (@thorunnbsig) May 6, 2021