Á­hrif­a­vald­ur­inn Reyn­ir Berg­mann hef­ur enn og aft­ur ver­ið harð­leg­a gangr­ýnd­ur fyr­ir um­mæl­i sín á Instagram, þar sem hann er með nærri 17 þúsund fylgjendur. Reyn­ir greind­i frá því á Insta­gram í gær að hann væri með Sölv­a Tryggv­a­syn­i í liði, en tvær kon­ur kærð­u Sölv­a ný­leg­a fyr­ir kyn­ferð­is­of­beld­i.

„RB er team f***ing Sölv­i Tryggv­a. Mell­ur og vænd­is­kon­ur fokk­ið ykk­ur,“ seg­ir Reyn­ir í mynd­band­in­u og gef­ur mynd­a­vél­inn­i síð­an putt­ann.

Twitt­er not­end­ur virð­ast vera á einu máli um að um­mæl­in hafi ver­ið væg­ast sagt ó­smekk­leg og hafa þau vak­ið mikl­a reið­i. Ljóst er að marg­ir telj­a orð­ræð­u Reyn­is vera hlut­a af stærr­a vand­a­mál­i og bend­a á að ó­upp­lýst­ar upp­hróp­an­ir geti haft ver­u­leg­a skað­leg á­hrif á þol­end­ur og aðra.

Afsökunarbeiðni í kjölfar skamma

Reyn­ir hef­ur nú fjar­lægt mynd­band­ið að eig­in sögn vegn­a „skamm­a“ en hann virð­ist þó ekki hafa séð að sér.

„Ég er að hend­a í bull­and­i af­sök­un­ar­beiðn­i,“ seg­ir Reyn­ir á Insta­gram. „Það er búið að skamm­a mig. Auð­vit­að er ég ekki team neinn. Eða jú,“ seg­ir Reyn­ir og horf­ir á Sól­veig­u, kær­ust­u sína. Sól­veig þver­tek­ur fyr­ir það og seg­ir Reyn­i vera hlut­laus­an.

„Ég er hlut­laus þar til sekt er sönn­uð. Auð­vit­að dreg ég þett­a til baka,“ seg­ir Reyn­ir. „En mér finnst samt ljótt þeg­ar fólk er bara tek­ið gjör­sam­leg­a af lífi án þess að það sé búið að dæma það. Mér finnst það gróft, mér finnst það mjög ljótt.“