Youtube notandinn Babish á Youtube rásinni Binging with Babish birti ótrúlegt myndband nú á dögunum þar sem kappinn gerði nokkrar afar áhugaverðar tilraunir til þess að búa til bolta úr pizzum. 

Þannig byrjar Babish á því að setja saman nokkrar pizzasneiðar og binda þær svo saman svo þær festist í bolta. Hann lætur þó ekki staðarnumið þar en í næstu tilraun prófar hann að búa til einhverskonar skel úr deigi og dælir þar ofan í osti, pizzasósu og pepperóní, áður en hann skellir boltanum í ofninn.

Í þriðju tilraun sker hann svo út deig í nokkra bita og brýtur bitana saman utan um ost, pizzasósu og pepperóní en hugmyndin er að það virki ef til vill betur heldur en að gera stórar bolta.