Eig­andi högna að nafni Smigly trúði varla sínum eigin eyrum þegar Villi­kettir á Vestur­landi höfðu sam­band við hann og til­kynntu henni að kötturinn hennar hefði fundist eftir átta ára fjar­veru.

Til­kynnt var um kött sem héldi til í garði á Akra­nesi og mætti sjálf­boða­liði á staðinn og skannaði ör­merki kattarins.

Týndur mestalla ævina

„Elsku karlinn er því að verða 12 ára og hefur verið týndur meiri­hluta ævi sinnar en hann hvarf úr Reykja­vík fyrir 8 árum og endaði á flækingi á Akra­nesi,“ segir í Face­book færslu Villi­katta.

Lík­legt þykir að Smigly hafi ó­vart fengið far með bíl á sínum tíma. „Hér sést hvað ör­merking er mikil­væg fyrir kisurnar okkar, en án hennar hefðum við ekki haft upp á eig­anda svona fljótt.“

Teknar voru myndir af fagnaðar­fundi högna og eig­anda og virðist átta ára fjar­vera ekki hafa lagt mark sitt á sam­band þeirra.

Kraftaverk dagsins! Haft var samband við okkur í gær um kött sem hélt sig í garði hér á Akranesi, sjálfboðaliði fór á...

Posted by Villikettir Vesturland on Monday, May 3, 2021