Reykjavíkurdætur hafa verið umdeildar í þjóðfélaginu fyrir texta sína og oft á tíðum pólitískar skírskotanir sem beina að sjónum um líkamsskömm og kynjamisrétti.

Markmiðið er að gera mömmur heitar

„Lagið er herferð til þess að gera mömmur heitar, að mömmur séu sexy,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, meðlimur Reykjavíkurdætra.

„Verandi móðir sjálf, þá er einhver svona mantra sem ég lifi í að minna mig á hversu heit ég er, vinkona mín sagði einmitt við mig, þú áttar þig ekki á því sko, það eru allir bara sjúkir í mann, maður er frjór, maður er svo mikil gyðja og þurfum við að minna okkur á það hvað við erum heitar,“ segir hún og bætir við að maður hugsar oft að maður sé bara einhver belja sem mjólkar af því að líkaminn breytist svo eftir barnsburð.

Í myndbandinu eru hljómsveitarmeðlimir berbrjósta og einhverjar gefandi barni brjóst, mjólkandi brjóst í pela og dansandi um þaktar brjóstamjólk, það gæti hugsanlega sært blygðunarkennd einhverra og til þess að horfa á myndbandið á vef YouTube þarf að samþykkja að hafa náð tilgreindum aldri.

Þuríður Blær segir að viðtökurnar hafa verið frábærar. „Ég er bara ótrúlega ánægð með viðtökurnar sko, það sem ég er ánægðust með eru viðtökur mæðra, allar mömmur sem ég þekki eru sturlað ánægður með þetta framtak sko.“

„Þetta er tekið lengra og gert í grín þar sem við erum bæði að gefa barni brjóst og heitum mönnum sem og dansa um í brjóstamjólk og endurheimta moneyshot og eitthvað svona,“ segir Blær kímin í samtali við Fréttablaðið.

„Salka Valsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar bjó til lagið alveg sjálf og aðrir meðlimir búa til sín erindi,“ segir hún.