Reykjavík glæpasaga eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur var vinsælasta bók ársins 2022 í verslunum Pennans Eymundsson. Hún kom út í október, nokkuð á undan aðal jólabókaflóðinu og seldist mjög vel strax í upphafi.

Játning eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var í öðru sæti.

Í þriðja sæti kom svo Sjálfstætt fólk eftir Nóbelsskáldið í enskri þýðingu. Ferðamenn kaupa mikið af bókum og eru tvær aðrar bækur á ensku á listanum yfir tíu mest seldu bækurnar á síðasta ári.

Í fimmta sæti var Sagas of the Icelanders og Iceland in a bag er í sjöunda sæti.

Arnaldur Indriðason var í fjórða sætinu og í sjötta sæti var Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir var í áttunda sæti með Hamingja þessa heims og í níunda sæti Yrsa Sigurðardóttir með Gættu þinna handa. Í 10. sæti var Þorvaldur Friðriksson með bókina Keltar.

Metsölulisti Eymundsson 2022

1. Reykjavík glæpasaga
Ragnar Jónasson/Katrín Jakobsdóttir

2. Játning
Ólafur Jóhann Ólafsson

3. Independent People
Halldór Laxness

4. Kyrrþey
Arnaldur Indriðason

5. Sagas of the Icelanders
Ýmsir höfundar

6. Eden
Auður Ava Ólafsdóttir

7. Iceland in a Bag
Ýmsir höfundar

8. Hamingja þessa heims
Sigríður Hagalín Björnsdóttir

9. Gættu þinna handa
Yrsa Sigurðardóttir

10. Keltar
Þorvaldur Friðriksson

Í flokki barnabóka var það Orri óstöðvandi: Draumur Möggu Messi, eftir Bjarna Fritzson sem seldist mest á síðasta ári. Næst henni kom Amma glæpon enn á ferð eftir David Walliams og í þriðja sæti var Bannað að ljúga eftir Gunnar Helgson. Dagbók Kidda klaufa: Meistarinn eftir Jeff Kinney var í fjórða sæti og í því fimmta var Hanni granni dansari eftir Gunnar Helgson.

Barnabækur 2022

1. Orri óstöðvandi Draumur Möggu Messi
Bjarni Fritzson

2. Amma glæpon enn á ferð
David Walliams

3. Bannað að ljúga
Gunnar Helgason

4. Dagbók Kidda Klaufa 16: Meistarinn
Jeff Kinney

5. Hanni granni dansari
Gunnar Helgason

6. Skólaslit

Ævar Þór Benediktsson

7. Fagurt galaði fuglinn sá
Helgi Jónsson/Anna Margrét Marinósdóttir

8. Handbók fyrir ofurhetjur 7
Elias/Agnes Vahlund

9. Litli prinsinn

Antoine de Saint-Exupéry

10. Kennarinn sem fuðraði upp

Bergrún Íris Sævarsdóttir