Best er að hlaupa í fötum sem hafa verið notuð nokkrum sinnum áður. Að hlaupa í nýjum fötin sem ekki er búið að venjast er alls ekki sniðugt á stóra deginum. Það er sniðugt að vera búinn að æfa sig að hlaupa nokkur lengri æfingahlaup fyrst í nýjum fötum til að vita hvernig þau henta í langhlaupum.

Best er að velja föt sem eru úr efni sem kælir líkamann niður í hita og heldur honum heitum í kulda. Bómull er alls ekki hentug í hlaupafatnað. Ýmis gerviefni henta mun betur en bambus og merino-ull eru líka góð til að hlaupa í í öllum veðrum.

Það er ekki vitlaust að hafa föt tilbúin til vara ef veðurspáin á maraþondaginn skyldi breytast. Í köldu og blautu veðri ber að varast að klæða sig ekki í of hlý föt. Líkaminn hitnar við hlaupin. Best er að miða við að klæðast eins og það sé ögn hlýrra en það er í raun þegar á að hlaupa. Þá ætti hlauparanum að líða þægilega eftir að hlaupið er byrjað og líkaminn þarf ekki að eyða orku í að hita sig eða kæla.

En oft þarf að bíða í dágóðan tíma við rásmarkið áður en hlaupið er af stað og þá er oft flókið að láta sér ekki verða kalt á meðan. Þá er hægt að klæðast til dæmis gömlum langermabol og henda honum svo af sér áður en hlaupið hefst. Í mörgum hlaupum er slíkum flíkum safnað saman eftir hlaupið og þau gefin til góðgerðamála. Ef ekki þá er hægt að vera búinn að ákveða stað þar sem á að henda flíkinni af sér og fá einhvern til að taka hana upp, því það er að sjálfsögðu ekki mælt með að skilja eftir sig rusl á víðavangi.

Það er gott að vera með létta hlaupahanska og ef rignir að bæta við derhúfu sem heldur vatninu frá augunum. Hanskarnir og derhúfan hjálpa líka til við að halda hita á hlauparanum. Ef það verður of heitt má alltaf stinga hönskunum ofan í buxnastrenginn.

Réttu skórnir eru það allra mikilvægasta í hlaupum og flestir maraþonhlauparar vita það. Fyrir óvana hlaupara er best að fá ráðleggingar í verslun sem sérhæfir sig í hlaupaskóm og getur jafnvel boðið upp á hlaupagreiningu. En það sem færri hugsa um eru góðir hlaupasokkar. Sokkar sem eru sérstaklega gerðir fyrir hlaupara eru framleiddir úr efnum sem eru ætluð til að verjast hita og raka á fótunum. Einnig eru til sokkar sem er sérstaklega hannaðir til að minnka álag á fæturna á hlaupum.

Þegar réttu fötin eru komin er hægt að einbeita sér algjörlega að hlaupunum og því að ná besta mögulega árangri.