Í­búar í Zehlendorf, út­hverfi í Ber­lín, veltu vöngum yfir því svo vikum skipti hver bæri á­byrgð á skó­þjófnaði úr görðum hverfisins áður en komist var til botns í málinu.

Það var ekki fyrr en maður stóð þjófinn að verki sem hið sanna kom í ljós. „Hann var staðinn að verki með tvo bláa baðsandala í kjaftinum,“ sagði hann í sam­tali við Tagens­spi­egel.

Íburðamikið safn

Þegar nánar var að gáð kom í ljós að refurinn hafði stolið yfir hundrað skóm og falið þá á leyni­stað sínum. Því miður var hlaupa­skór mannsins sem upp­lýsti um málið ekki meðal þeirra.

Manninum hafði farið að gruna að refur væri á ferðinni eftir að hafa borið málið upp í ná­granna­hópi á sam­fé­lags­miðlum. Þar kvörtuðu fjölda íbúa yfir horfnu skópari eða skó.

Rit­stjóri Tages­spi­egel, Felix Hac­ken­bruch, birti mynd af ráns­fengnum á Twitter en líkt og sjá má hefur refurinn sér­stakan smekk fyrir skóm.