Stórstjörnurnar Reese Witherspoon og Jennifer Aniston fóru í viðtal við AP Entertainment á dögunum þar sem óleyst ráðgáta leit loksins dagsins ljós. Í viðtalinu var Jennifer spurð hvað hún hafði lært af því að leika fyrir framan áhorfendur á setti í sjónvarpsþáttunum Friends í svona mörg ár. Áður en Jennifer gat svarað stökk Reese til og hrósaði vinkonu sinni en ljóstraði einnig upp að sjálf væri hún dauðhrædd við að koma fram fyrir framan svo mikið af fólki.

„Vissirðu að þau báðu mig um að koma aftur í þáttinn en ég sagði; Nei, ég get það ekki,“ sagði Reese og bætti við að hún hafi verið of hrædd. „Hvernig dirfistu,“ sagði Jennifer í gríni og sagði það vera algera synd.

Hér má sjá vinkonurnar á frumsýningu The Morning Show.
Fréttablaðið/Getty

Green systurnar sameinast á ný

Loksins er komin skýring á því að yngsta systir hinnar ástsælu Rachel Green, Jill Green, birtist áhorfendum Friends ekki oftar en í tveimur þáttum árið 2000. Jennifer lýsir því að Reese hafi staðið sig með prýði fyrir framan áhorfendurna en að hún hafi verið svo kvíðin að hún hafi gleymt því.

Jennifer og Reese hafa þó fengið annað tækifæri til að vinna saman en nýlega frumsýndu þær þættina The Morning Show, sem hafa þegar vakið mikla lukku. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við leikkonurnar.