Bandaríski tónlistarmaðurinn Future var staddur við alþjóðaflugvöllinn á Ibiza á Spáni í gær, nýkominn til eyjunnar, þegar ráðist var á lífvörð hans.

Maður veittist að lífverðinum og lamdi hann í andlitið. Stærir hann sig af högginu í myndbandi sem félagi hans tekur upp. Er maðurinn laminn það illa að hann virðist vankaður og ófær um að standa upp. Future sést í myndbandinu en virðist ekki verða vitni að árásinni eða hunsar hana. Greinir vefmiðillinn XXL-mag frá þessu.

Tónlistarmaðurinn A$AP-Rocky var viðriðinn svipað atvik þegar menn öbbuðust upp á hann og förneyti hans í Stokkhólmi í júní. Eftir að hafa átt í orðaskiptum við mennina réðst tónlistarmaðurinn ásamt félögum sínum á einn þeirra og hendir í götuna. Árásin var tekin upp á myndband og situr A$AP-Rocky nú í fanglesi grunaður um líkamsárás ásamt tveimur félögum sínum.