Leik­konan Rebel Wil­son opnaði sig um frjó­semis­erfið­leika sína á sam­fé­lags­miðlum í dag. „Ég fékk slæmar fréttir í dag og gat ekki deilt þeim með neinum.. en ég býst við að ég þurfi að segja ein­hverjum,“ skrifaði Rebel á Insta­gram undir mynd af sér á strönd.

„Til allra kvennanna í frjó­semis­vand­ræðum, ég skil ykkur.“ Rebel sagði heiminn stundum vera ó­skiljan­legan en að hún vonaðist til þess að sjá brátt vonar­geisla í skýja­þykkninu.

Fyrr sama dag hafði leik­konan birt sömu mynd með yfir­skriftinni, „Sakna þín.“ Hún eyddi myndinni stuttu síðar og birti hana skömmu seinna aftur með nú­verandi texta.

Vildi frysta eggin

Meðal þeirra sem hafa sent Rebel bar­áttu­kveðjur er leik­konan Sharon Stone. „Ég hef oft verið á þessum stað. Það eru þó góðar fréttir, ég á þrjá fal­lega syni.“

Rebel hafði áður deilt frjó­semis­ferða­lagi sínu með fylgj­endum. Í Insta­gram live mynd­bandi í lok síðasta árs greindi hún frá því að áður en far­aldurinn hófst hafi hún ekki að­eins á­kveðið að hún myndi ekki vinna mikið árið 2020 heldur ætlaði hún einnig að frysta eggin sín.

Fer­tugs­af­mælið hennar hafi spilað þar stórt hlut­verk en hún fagnaði 40 ára af­mæli sínu í mars árið 2020.