Raun­veru­leika­stjörnurnar Frances­ca Farago, sem gerði garðinn frægan í þátta­seríunni Too Hot to Hand­le, og Jer­s­ey Shor­e stjarnan Vinny Guadagnino eru sögð vera að slá sér upp saman.

Smá­stirnin sáust snæða saman í New York-borg og virtust af myndunum að dæma skemmta njóta fé­lags­skap hvors annars. Bæði voru þau nokkuð ó­form­leg í klæðnaði og virtust af­slöppuð.

Eftir að myndir af Vinny og Francescu fóru í dreifingu hafa fylgj­endur þeirra bent á að þau hafi átt í nokkuð daðurs­legum sam­skiptum á sam­fé­lags­miðlum síðustu vikur. Þau eru dug­leg að setja at­huga­semdir við færslur hvors annars og hefur Vinny hrósað Francescu fyrir fegurð og kyn­þokka.

Harry og Francesca voru uppáhaldspar margra.
Mynd/Netflix

Sam­bands­slit í beinni

Ekki er ýkja langt síðan að sam­bands­slit Francescu og Harry Jows­ey komust í heims­fréttirnar en parið varð ást­fangið í Net­flix þáttunum Too Hot to Hand­le. Þau hafa bæði tjáð sig opin­ber­­lega um á­kvörðina að hætta saman og sagði Frances­ca meðal annars að orð­rómar um Harry hafi reynst sannir.

„Það voru orð­rómar sem reyndust sannir og ég var að fá mörg skjá­­skot og skila­­boð. Ég vildi ekki trúa þessu því hvernig geturu verið með brúð­­kaups­­möppu með ein­hverjum og hvernig gætirðu beðið ein­hvern um að giftast þér en líka kvartað yfir fjar­lægðinni,“ segir Frances­ca meðal annars í mynd­bandinu.

„Það er ekkert sem ég hef að fela og ég er opin bók. Ég er opinn og gegn­­sær með allt saman. Frances­ca veit ná­­kvæm­­lega hvað var í gangi á milli okkar. Ég laug aldrei að henni. Ég deildi alltaf stað­­setningu minni með henni svo hún geti séð hvar ég er öllum stundum,“ segir Harry í mynd­bandinu sýnu, sem hann nefndi „Ég hætti með henni.“