Raunveruleikastjarnan June Shannon, betur þekkt sem Mama June, var handtekin í síðustu viku fyrir vörslu eiturlyfja í Alabamaríki. Greint var frá því á fréttamiðlinum USA Today.

Samkvæmt talsmanni Shannon, fundust áhöld til fíkniefnaneyslu í fórum hennar. Einnig hafi Eugene Edward Doak, kærasti hennar, verið með krakk og krakkpípu á sér.

Lögregla stöðvaði bifreið parsins fyrir utan bensínstöð eftir að hafa fengið tilkynningu um heimilisofbeldi en Doak er sagður hafa ógnað June Shannon. Leituðu þeir í bifreið parsins og fundu eiturlyfin og áhöldin í hanskahólfinu. Einn lögreglumaðurinn segir að Mama June hafi viðurkennt að efnið í hanskahólfinu væri krakk.

June er mamma Alönu „Honey Boo Boo“ Thompsons sem er þekkt fyrir gríðarlegu vinsælu raunveruleikaþættina Toddlers & Tiaras og Here comes Honey Boo Boo. Þættirnir fjalla um mæðgurnar og þátttöku Honey Boo Boo í barnafegurðarsamkeppni. Hvorug þeirra hefur tjáð sig um handtökuna. 

Í myndskeiðinu hér að neðan er skyggnst inn í líf fjölskyldunnar.