Þín eigin bókasafnsráðgáta er nýstárleg og spennandi sýning í Borgarbókasafninu Gerðubergi. Um er að ræða stórskemmtilegan ratleik þar sem þátttakandinn ræður hvað gerist. Mismunandi hæfileikar njóta sín við að leysa ráðgáturnar og því hentar ratleikurinn fyrir ýmiss konar hópa á öllum aldri.

Tveir til sex þátttakendur geta verið í hverjum hópi en hægt er að velja um þrjár mismunandi ráðgátur. Ævintýraráðgátan er létt og skemmtileg fyrir sex ára og upp úr. Vísindaráðgátan og Hrollvekjuráðgátan eru svo fyrir tólf ára og eldri.

Að baki sýningarinnar er hópur hæfileikafólks á borð við rithöfundinn Ævar Þór, Emblu og Svanhildi Höllu sýningarstjóra, Auði Ösp leikmyndahönnuð, Evu Dögg meistaranema í arkitektúr, Ninnu Björk nema í grafískri hönnun, Kristjönu og Ásu Marin námsefnishöfunda og Ilmi Dögg deildarstjóra bókasafnsins. Hægt er að bóka hópa í ratleik á borgarbokasafn.is. ■