Menning

Rapp­lagið Osta­popp var frum­flutt á Barna­menningar­há­tíð.

Borgin mun iða af lífi og fjöri næstu daga þegar börn og ungmenni bjóða upp á og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.

Barnamenningarhátíð var sett í dag. Dagskráin er fjölbreytt og við allra hæfi. Myndin er frá opnunatriði hátíðarinnar í Hörpu í fyrra. Ragnar Th.Sigurðsson

Barnamenningarhátíð var sett í dag. Hátíðin verður haldin í Reykjavík dagana 17.- 22. apríl. Leiðarljós hátíðarinnar í eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. 

Dagskrá hátíðarinnar er að finna hér: Barnamenningarhátíð.

Hátíðisdagana mun borgin iða af menningu og lífi, dagskráin er fjölbreytt og er tilvalið tilefni að kynna sér það sem börn og ungmenni eru að hafast að. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. 

Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar. Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu.

Rapplagið Ostapopp var sérstaklega samið fyrir hátíðina. Það er í flutningi Steineyjar, Steinunnar og Dísu. Barnamenningarhátíð

Rapplagið Ostapopp er samið fyrir Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Lagið er afrakstur verkefnisins Rímur og rapp, lög unga fólksins í hundrað ár sem styrkt af afmælissjóði vegna 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi og unnið í samstarfi við Árnastofnun.

Textinn er unninn út frá hugmyndum 4. bekkinga í grunnskólum Reykjavíkur. Lagið verður frumflutt á opnunarviðburði Barnamenningarhátíðar 2018 í Eldborgarsal Hörpu sem fjórðu bekkingum er boðið á.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Bíó­dómur: Svart­hvítur heimur í fögrum litum

Menning

Fimm hlutu Fjöru­verð­launin í Höfða

Menning

Les ljóð eftir Sigurð á hverjum degi

Auglýsing

Nýjast

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Partýbollur sem bregðast ekki

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Heillandi vetrarparadís í norðri

Auglýsing