Menning

Rapp­lagið Osta­popp var frum­flutt á Barna­menningar­há­tíð.

Borgin mun iða af lífi og fjöri næstu daga þegar börn og ungmenni bjóða upp á og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.

Barnamenningarhátíð var sett í dag. Dagskráin er fjölbreytt og við allra hæfi. Myndin er frá opnunatriði hátíðarinnar í Hörpu í fyrra. Ragnar Th.Sigurðsson

Barnamenningarhátíð var sett í dag. Hátíðin verður haldin í Reykjavík dagana 17.- 22. apríl. Leiðarljós hátíðarinnar í eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. 

Dagskrá hátíðarinnar er að finna hér: Barnamenningarhátíð.

Hátíðisdagana mun borgin iða af menningu og lífi, dagskráin er fjölbreytt og er tilvalið tilefni að kynna sér það sem börn og ungmenni eru að hafast að. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. 

Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar. Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu.

Rapplagið Ostapopp var sérstaklega samið fyrir hátíðina. Það er í flutningi Steineyjar, Steinunnar og Dísu. Barnamenningarhátíð

Rapplagið Ostapopp er samið fyrir Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Lagið er afrakstur verkefnisins Rímur og rapp, lög unga fólksins í hundrað ár sem styrkt af afmælissjóði vegna 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi og unnið í samstarfi við Árnastofnun.

Textinn er unninn út frá hugmyndum 4. bekkinga í grunnskólum Reykjavíkur. Lagið verður frumflutt á opnunarviðburði Barnamenningarhátíðar 2018 í Eldborgarsal Hörpu sem fjórðu bekkingum er boðið á.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Börn eru indælli en fullorðna fólkið

Menning

Saga sem er eins og lífið sjálft

Menning

Ástir og ör­lög taka völdin hjá Barokk­bandinu Brák

Auglýsing

Nýjast

Cardi B sendir frá sér ASMR myndband

20 ár frá útgáfu Baby One More Time

Drake slær 54 ára gamalt met Bítlanna

Olgeir bað Sigríðar í 4750 metra hæð

Drottningin í öllu sínu veldi

Snillingar í að kjósa hvert annað

Auglýsing