Rapparinn Erpur Ey­vindar­son, betur þekktur sem Blaz Roca, fær í­trekað heim­sókn frá ó­kunnugum kisa á heimili sínu úti á Kárs­nesi. Rapparinn aug­lýsir eftir eig­anda kattarins á Face­book hópi íbúa.

Frétta­blaðið náði ekki tali af rapparanum vegna málsins í dag en í at­huga­semdum segir rapparinn köttinn „rapp­kött gríðar­legan“ í svari til íbúa sem lýsir kettinum sem „dólgi með hvíta skó“ og vísar þar í eitt af vin­sælli lögum rapparans.

„Er þetta ekki ekki bara elti­hrellir?“ spyr einn íbúa í gríni. „Pervert sko,“ svarar rapparinn góð­kunni og lætur fylgja með bros­kall.

Annar íbúi bendir honum á að kettir séu mjög góðir mann­þekkjarar. Þeir viti hvaða mann hver og einn hefur að geyma og treysti því bara þeim sem sé treystandi.
„Þetta er fá­rán­lega nota­legur kisi, mjög gæfur,“ segir rapparinn þá.

Fréttablaðið/Skjáskot