Rapparinn Jóhannes Damian Pat­reks­son, sem kunnugur er lands­mönnum undir nafninu JóiPé er ekki bara hæfi­leika­ríkur tón­listar­maður, heldur er kappinn einnig á­lit­legur mynd­listar­maður.

Á vef­síðunni Apollo Art, þar sem finna má marg­vís­leg lista­verk eftir ýmsa ís­lenska mynd­listar­menn, má sjá listaverk rapparans. JóiPé hefur selt sex af sjö verkum sínum sem til sölu eru á síðunni.

Eina verk Jóa­Pé sem enn er eftir til sölu er verkið „Skák og mát“ sem má sjá hér að neðan. Blaðið hefur ekki náð tali af lista­manninum knáa í kvöld vegna málsins en á síðunni er verkum hans lýst sem mest megnis expressjonískum.

„Verk Jóhannesar eru mest megnis expressjónísk, til­finningin er alltaf í fyrir­rúmi og stjórnar því förinni. En þrátt fyrir hans hráa og til­finninga­ríka stíl þá gegnir hvert einasta smá­at­riði lykil­hlut­verki og hver pensil­stroka skipar sinn mikil­væga sess í mál­verkum Jóhannesar.

Ferill hans í mynd­list hefur ekki verið neitt langur en samt sem áður hefur hann verið árangurs­ríkur. Mál­verk Jóhannesar eru án efa eitt­hvað sem vert er að at­huga.“