Lífið

Rand­ver í auka­­hlut­­verki í nýju tón­listar­mynd­bandi Áttunnar

Afþreyingarhópurinn Áttan gaf nú á dögunum út nýtt tónlistarmyndband við lagið „L8.“

Í tónlistarmyndbandinu er gert stólpagrín að nýjustu trendunum.

Afþreyingarhópurinn Áttan gaf nú á dögunum út nýtt tónlistarmyndband við lagið „L8“ en ýmsir þjóðþekktir leikarar láta sjá sig í aukahlutverkum í myndbandinu svo sem eins og þeir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Randver Þorláksson. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan

Í samtali við Fréttablaðið segir Orri Einarsson, leikstjóri myndbandsins, að nýja lagi fjalli um fólk sem er alltaf svo lengi að ná að fylgja þeim trendum sem eru vinsæl á samfélagsmiðlum.

„Okkur langaði að gera svona fyndnara lag heldur en við höfum gert áður. Við höfum oft gert lög um samskipti kynjanna en langaði að þessu sinni að gera aðeins léttara og fyndnara lag. Okkur fannst öllum fyndið að gera lag um þá sem eru seinir að fatta þessi trend sem eru alltaf í gangi og það tengja líka margir við þessa týpu.“

Tekur Orri sem dæmi að ein persóna myndbandsins leikin af Þóri Geir Guðmundssyni í lokin að búa bara til sitt eigið trend. Orri segir jafnframt að stíll lagsins sé meira í ætt við þá tónlist sem er hvað vinsælust í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Frískandi eftirréttir í brúðkaupið

Lífið

Tölurnar á bak við brúð­kaup aldarinnar

Auglýsing

Nýjast

Bitist um fyrsta hamborgarann

Ungir Píratar með pizzukrók á móti bragði

Fólk velur að eiga gott hjónaband

Glasafrjóvgun í Prag skilaði tvíburum

Selma Björns­dóttir leik­stýrir ást­föngnum Shakespeare

Byrjuð í ­með­ferð: „Ekkert stór­­­mál“ að missa hárið

Auglýsing