Lífið

Þrándur treður Bjarna Ben í ná­brækur

Mynd­listar­maðurinn Þrándur Þórarins­son opnar sýningu á nýjum verkum síðar í mánuðinum. Þar á meðal er mál­verk sem sýnir Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra troða sér í ná­brækur.

Þrándur málaði fjármálaráðherra að troða sér í nábrækur en þær eru þeirrar náttúru að sá sem í þeim gengur á alltaf nóg af peningum.

Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður sækir gjarnan innblástur í þjóðsögur og annan fornan menningararf Íslendinga og í því sambandi er skemmst að minnast hryllilegrar Grýlu-myndar hans sem vakti athygli langt út fyrir landssteinanna fyrir nokkrum misserum.

Þrándur opnar sýningu á nýjum verkum þann 19. maí í Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Þar verður meðal annars málverkið SkollabuxnaBjarni, sem sýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra troða sér í skollabuxur, eða nábrækur.

„Samkvæmt þjóðtrú má efnast á að klæðast skinni sem hefur verið flegið af látnum manni og það kallast að ganga í skollabuxum,“ segir Þrándur.

Sjá einnig: Þrándur sleppir krókódílamanninum lausum

Á heimasíðu Galdrasafnsins á Ströndum segir að til þess að til þess að gera sér nábrók þurfi að gera „samning við einhvern í lifandi lífi til að fá að nota skinnið af honum dauðum.“

Þrándur sækir innblástur víða, Krókódílamaðurinn er þekkt fyrirbæri úr dægurmenningunni, Grýla goðsögn í þjóðtrúnni og demónísk geitin er undir sterkum Goya-áhrifum. Samsett/Þrándur

Þegar þar að kemur „far að næturþeli í kirkjugarðinn og graf hinn dauða upp. Flá síðan af honum skinnið, allt ofan frá mitti og niður úr í gegn, og lát það vera smokk. Varast skal að gat komi á brókina. Far þar næst í brókina og verður hún þá óðar holdgróin.“

Sjá einnig: Þórarinn í IKEA féll fyrir málverki af logandi geit

„Ætli ég bjóði ekki Valhallar-mönnum að kaupa hana, svona uppá djókið,“ segir Þrándur væntanlega með það í huga að Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, brást skjótt við í desember og keypti málverk Þrándar af IKEA-geitinni í ljósum logum.

Að vísu er allir gangur á því hversu viðfangsefni Þrándar eru áhugasöm um að eignast málverkin sem þau koma við sögu á og þannig fékk Þrándur á sínum tíma dræmar undirtektir þegar hann bauð Gamma og Arion að kaupa verk sem deildu á fyrirtækin.

Sjá einnig: Ikea-geitin stendur enn en brennur á málverki

„Ég bauð Gamma og Arion þau til sölu en þeir höfðu engan húmor fyrir þessu. En það gilda kannski önnur lögmál um geitina enda ekki þung pólitísk ádeila í henni.“

„Ætli ég bjóði ekki Valhallar-mönnum að kaupa hana, svona uppá djókið,“ segir myndlistarmaðurinn um skollabrókar málverkið af formanni Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Samsett

Eins og Þrándur bendir á eru nábrækur þeirrar náttúru að sá sem klæðist þeim á auðvelt með að draga að sér fé. Það gerist þó ekki þrautalaust eins og lesa má hjá Galdrasafninu.

„Áður en brókin kemur að notum, verður að stela pening af bláfátækri ekkju, á milli pistils og guðspjalls, á einhverri hinna þriggja stórhátíða ársins og láta hann í pung nábrókarinnar ásamt stafnum. Eftir það munu brækurnar draga að sér fé af lifandi mönnum, svo aldrei verður pungurinn tómur. Varast verður þó að taka þaðan peninginn þjófstolna.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Dulúðin svífur yfir vötnum í Gallery Porti

Menning

Þrándur sleppir krókódíla­manninum lausum

Myndlist

Ikea-geitin stendur enn en brennur á málverki

Auglýsing

Nýjast

Ó­trú­lega stolt en á sama tíma sorg­mædd

Efna til tón­listar­há­tíðar í til­efni 50 ára af­mælis Woodstock

Bóka­dómur: Elsk­endur í út­rýmingar­búðum

Hundar skilja ótrúlega margt

Veisla fyrir hamingjusama hunda

Brit gæðafóður fyrir kröfuharða hunda og ketti

Auglýsing