Menning

Þrándur sleppir krókódíla­manninum lausum

Mynd­listar­maðurinn Þrándur Þórarins­son sækir inn­blástur í ýmsar áttir, til dæmis við­skipta­lífið, þjóð­sögur og dægur­menninguna. Verk hans af logandi IKEA-geitinni vakti mikla at­hygli í desember og nú hefur Þrándur sleppt sjálfum krókódíla­manni Megasar lausum á striga.

Amman í Grjótaþorpinu tæklar krókódílamanninn í nýju málverki Þrándar Þórarinssonar. Fréttablaðið/Samsett

Þrándur Þórarinsson hefur með sínum sérstaka stíl varpað nýju og oft óvæntu ljósi á þekkt minni úr menningarsögu þjóðarinnar, bæði úr fortíð sem samtíð. Hann vakti athygli langt út fyrri landssteinanna með mögnuðu Grýlu-málverki á sínum tíma og á aðventunni í fyrra afhjúpaði hann demónískt verk sitt, undir sterkum áhrifum frá Francisco de Goya, af IKEA-geitinni í ljósum logum.

Þrándur hefur nú birt mynd af verki sem hann nefnir Krókódílamaðurinn & bjargvætturinn Laufey Jakobsdóttir þar sem hann vísar bæði í þekktan texta Megasar og verndara næturinnar, ömmuna í Grjótaþorpinu, Laufeyju Jakobsdóttur.

er einhver sem heyrir

þó æpi ein drukkin dama

ætli nokkur heyri

þó æpi litla daman

jú allt í einu birtist

bjargvætturinn Laufey

blásvört í framan

krókódílamaðurinn

kemst undan á flótta

kerlingin finnur hann loks

á útidyratröppunum

lamaðan af ótta

Svona orti og söng Megas um viðskipti krókódílamannsins og Laufeyjar fyrir margt löngu og nú hefur þessi magnaða senna öðlast nýtt líf í mögnuðu málverki Þrándar.


Mögnuð þrenna Þrándar; krókódílamaðurinn, Grýla og demónísk IKEA-geitin. Samsett/Þrándur

Listamaðurinn sýnir myndina á Facebook og hefur þegar fengið fyrirspurning um hvort hún sé til sölu. Svarið er „Ætli það ekki.“ Þannig að verkið staldrar sjálfsagt ekki lengi við á vinnustofu Þrándar sem á það til að selja verk á augabragði.

Skemmst er þess að minnast þegar Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, kolféll fyrir málverkinu af logandi IKEA-geitinni og keypti það undir eins. Þrándur kvaddi geitina sáttur og sagði við Fréttablaðið við þetta tækifæri að hann væri yfirleitt „alltaf bara feginn að losna við verk.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Myndlist

Ikea-geitin stendur enn en brennur á málverki

Menning

Þórarinn í IKEA féll fyrir málverki af logandi geit

Neytendur

IKEA ætlar að selja fjórfalt ódýrari rafhjól

Auglýsing

Nýjast

Doktor.is: Streita og kulnun

Idol­kempurnar Ru­ben og Clay slá upp jóla­tón­leikum

Uppskrift: Einfalt en gómsætt konfekt

Lífið, alheimurinn, allt og þú

Ritstjórinn og skáldið slást um tímann

Emmsjé Gauti hannar strigaskó

Auglýsing