Jólakötturinn á Lækjartorgi

Kostaði um 4,4 milljónir króna.

Er fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd.

Hann er lýstur upp með 6500 led ljósum.

Hönnun jólakattarins er samstarf Reykjavíkurborgar, mk-illumination í Austurríki og Garðlistar.

Úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar:

„Þó gátu menn ekki notið jólagleðinnar með öllu áhyggjulausir því auk jólasveinanna var það trú að óvættur væri á ferð sem kallaður væri jólaköttur. Hann gerði reyndar engum þeim mein sem eignuðust einhverja nýja flík að fara í á aðfangadagskvöldið, en hinir sem ekkert nýtt fat fengu „fóru allir í jólaköttinn“ svo hann tók þá eða að minnsta kosti jólarefinn þeirra og þótti þá góðu fyrir goldið ef kötturinn gerði sig ánægðan með hann.w