Drápsvélin goðsagnakennda, John Rambo, er sestur í helgan stein og orðinn kúreki í Arizona í upphafi fimmtu og síðustu bíómyndarinnar um þessa kaldastríðshetju sem Sylvester Stallone gerði ódauðlega snemma á níunda áratugnum.

Stallone hefur lengi boðað fimmtu og síðustu Rambó-myndina og er loks byrjaður í tökum og heldur aðdáendum sínum við efnið með því að birta myndir frá tökustað á Instagram.

View this post on Instagram

... Comes a Horseman Wild and Free. @rambomovie #rambo5

A post shared by Sly Stallone (@officialslystallone) on

Í Rambo: Last Blood er Rambó loksins sestur í helgan stein á búgarði í Arizona eftir áratuga vígaferli en dregur fram veiðimannahnífinn og stóru byssuna eina ferðina enn þegar blaðamaður fær hann til þess að skreppa yfir landamærin til Mexíkó og bjarga þar stúlkum úr klóm mansalsdólga.

Sjá einnig: Stallone kreistir síðasta blóðdropann úr Rambó

Rambo: Last Blood er tekin upp í Búlgaríu þar sem Stallone þekkir ágætlega til eftir að hafa tekið tvær síðustu The Expendables-myndir þar í landi.

View this post on Instagram

Tonight we start filming…!

A post shared by Sly Stallone (@officialslystallone) on

Stallone var 36 ára þegar hann lék Rambó fyrst 1982 í First Blood. Gríðarlegum vinsældum þeirrar myndar var fylgt eftir með Rambo: First Blood Part II 1985 og enn lét Rambó að sér kveða þremur árum eftir það í Rambo III.

Stallone sneri síðan aftur í hlutverkinu eftir 20 ára hlé í fjórðu myndinni, sem heitir einfaldlega Rambo, 2008 og nú er hann kominn á bak eina ferðina enn, 72 ára gamall, til þess að binda endahnútinn á glæstan og blóðugan feril Rambós í kvikmyndum.