Myndlistarkonan Rakel Tómasdóttir hefur sett afar huggulega íbúð sína við Grettisgötu í Reykjavík til sölu.

Um er að ræða vel skipulagða 44 fermetra, tveggja herbergja íbúð með sérinngangi í steinsteyptu fjórbýlishúsi frá árinu 1913.

Íbúðin er smekklega innréttuð og skiptist í forstofu, baðherbergi, eldhús, stofu og svefnherbergi.

Listaverk eftir Rakel má sjá í stofunni sem setur flottan svip á heildarmyndina.

Nánar á fasteignavef Fréttablaðsins.

Íbúðin er með sérinngangi.
Mynd/Procura
Alrýmið er bjart og rúmgott.
Mynd/Procura
Eldhúsið er með afar flottri stál innrétingu og svartri mattri borðplötu.
Mynd/Procura
Eldhús og stofa er í sama rými.
Mynd/Procura
Falleg listaverk Rakelar fyrir ofan sófann.
Mynd/Procura
Svefnherbergi er rúmgott.
Mynd/Procura