Matt James, fyrr­verandi Pipar­sveinn, rakaði loks í vikunni af sér skegg sem hann hefur safnað síðan hann lauk tökum á seríunni sem hann tók þátt í byrjun árs.

James rakaði af sér skeggið eftir að hafa gert veð­mál við raf­myntar­fyrir­tækið Block­Fi í lok síðasta mánaðar um að ef þeim tækist að fá 50 þúsund nýja fylgj­endur á einum degi myndi hann raka það af. Sem þeim tókst og daginn eftir birti hann færslu á sam­fé­lags­miðlum með mynd af sér nýrökuðum og skrifaði við „Veð­mál er veð­mál“.

Rachael Kirkconnell, kærasta James, var ein sú fyrsta til að skrifa at­huga­semd við mynd af kappanum og spurði, lík­lega í gríni, hvort hann ætti kærustu.

Í við­tali í vikunni greindi James frá því að það hefði ekki verið lítið verk að raka skeggið af því það tók heila þrjá tíma. Greint er frá á Us Weekly.

James segist enn vera að venjast.

Hér að neðan má sjá skeggið áður en að fékk að fara.