Fyrir­sætan Ragn­heiður Theo­dórs­dóttir er orðin ein­hleyp að nýju eftir tæplega tveggja ára samband, sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins.

Ragnheiður hefur starfað sem módel fyrir fjölmörg fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis. Hún prýddi meðal annars forsíðu vikunnar á dögunum og þá hefur hún einnig verið í auglýsingum fyrir ZO-ON Iceland.

Ragnheiður hefur meðal annars verið að módelast fyrir ZO - ON Iceland.

Ragn­heiður er fyrrum landsliðskona í körfu­bolta­ en hún spilaði einnig á sínum tíma með Haukum, Kefla­vík og Breiða­bliki. Hún var áður gift Ragnari Sigurðs­syni, lands­liðs­manni í knatt­spyrnu.

Ragn­heiður vinnur hjá The Reykja­vík EDITION hótelinu sem opnar bráð­lega í borginni en hún vann áður hjá Fossar Markets.

Ragnheiður í auglýsingu fyrir ZO-ON Iceland.