Ólympíu­faranum og leik­konunni Ragn­heiði Ragnars­dóttur bárust líf­láts­hótanir eftir að hún birti mynd af sér á Insta­gram að því er virðist inni á lokuðu svæði í Yellow­stone þjóð­garðinum.

Leik­konan eyddi myndinni af Insta­gram síðunni sinni og af skjá­skotum að dæma birti hún svo af­sökunar­beiðni í kjöl­farið. Þá fóru henni hins­vegar að berast líf­láts­hótanir og tók hún þá út af­sökunar­beiðnina og greindi jafn­framt frá því á sam­fé­lags­miðlinum.

Ragn­heiður, sem er með rúma hálfa milljón fylgj­endur á sam­fé­lags­miðlinum vildi ekki ræða málið við Frétta­blaðið. Mynd­birtingin hefur vakið mikla at­hygli en Yellow­stone þjóð­garðurinn er einn sá frægasti í heimi og heim­sótti Ragn­heiður hann í lok septem­ber miðað við myndir sem hún birti á Insta­gram.

Ein­hverjir not­endur á sam­fé­lags­miðlinum skrifuðu margir hverjir afar ljót um­mæli við myndina hjá Ragn­heiði. Fannst ein­hverjum Ragn­heiður ekki sýna þjóð­garðinum og náttúru hans nægi­lega virðingu með hinni meintu mynd.

Fréttablaðið/Skjáskot

Aldrei ætlunin að sýna van­virðingu

Á myndinni virðist Ragn­heiður labba á hvera­svæði í þjóðgarðinum en slíkt er strang­lega bannað. Þá hefur frétt verið skrifuð af mynd­birtingu Ragn­heiðar á banda­rískri ferða­frétta­síðu að nafni Unofficial Networks sem birtist fyrr í þessum mánuði.

Í fréttinni segir að banda­rísk stjórn­völd hafi brugðist við slíku í þjóð­garðinum af hörku, það sé raunar ólöglegt að ganga inn fyrir lokuð svæði í garðinum. Er vísað í frétt CNN frá því í fyrra af konu sem gekk á jarð­hita­svæði og var dæmd til að greiða rúmar 300 þúsund ís­lenskar krónur í sekt og auk þess var hún dæmd í sjö daga fangelsi.

„Ég eyddi færslunni með af­sökunar­beiðninni um leið og mér fóru að berast líf­láts­hótanir,“ skrifar Ragn­heiður í færslu sem hún birti á Story svæðinu svo­kallaða á Insta­gram, af skjá­skoti að dæma.

„Ég veit af þeim mis­tökum sem ég gerði og ég biðst af­sökunar! Það var aldrei ætlun mín að sýna náttúrunni van­virðingu. Ég elska ykkur.“

Fréttablaðið/Skjáskot