Bókin Dimma eftir íslenska rithöfundinn Ragnar Jónsson er þriðja mest selda kiljan í Þýskalandi árið 2020.

Ragnar segir frá gleðifréttunum á Facebook.

„Maður er nú ekki oft orðlaus, en ég átti sannarlega erfitt með að trúa þessum tíðindum í morgun, að Dimma væri í þriðja sæti yfir mest seldu kiljur í Þýskalandi árið 2020."

Maður er nú ekki oft orðlaus, en ég átti sannarlega erfitt með að trúa þessum tíðindum í morgun, að Dimma væri í þriðja sæti yfir mest seldu kiljur í Þýskalandi árið 2020.

Posted by Ragnar Jonasson on Wednesday, 30 December 2020

Dimma er fyrsta bókin í þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu. Drungi kom út árið 2016 og Mistur, síðasta bókin, árið 2017. Bækurnar hafa notið fádæma vinsælda en í sumar fór Mistur í efsta sæti þýska kiljulistans.


Mistur var einnig valin glæpasaga ársins í Bretlandi (e. Mystery Book of the Year) en hún fékk Capital Crime-verðlaunin sem tilkynnt var um í október síðastliðnum. Þetta var í annað sinn sem Ragnar var tilnefndur til Capital Crime-verðlaunanna fyrir glæpasögu ársins en í fyrra var það fyrir Drunga.