Druslu­göngunni í ár verður ekki af­lýst vegna smit­hættu, heldur verður hún haldin með nýju sniði á vef­síðu feminíska vef­tíma­ritsins Flóru. Í til­efni af tíu ára af­mæli Druslu­göngunnar hefur verið boðað til raf­rænnar göngu. Segja má að ræðu­höld Druslu­göngunnar færist yfir á tíma­ritið Flóru, þar sem jaðar­settar raddir fá pláss til að lýsa sinni upp­lifun.

„Vegna nú­verandi að­stæðna í þjóð­fé­laginu að­laga Druslur sig að breyttum að­stæðum með því að birta greinar, ljóð og list,“ segir Eva Sigurðar­dóttir, einn skipu­leggjandi göngunnar. Unnið var að því að finna nýja leið til að vekja at­hygli á mál­stað göngunnar, þrátt fyrir að ekki væri hægt að sýna sam­stöðu með því að safnast saman á götum bæjarins.

Vald­efla jaðar­hópa

„Mark­mið á­taksins í ár er að fá fólk með for­réttindi til að átta sig á því að það hafa ekki allir sömu réttindi og að við verðum að nýta for­réttindi okkar til að stíga til hliðar og leyfa öðrum að njóta sín.“

Brugðið var á það ráð að fá fjöl­breyttan hóp ein­stak­linga til að deila reynslu sinni á vef­tíma­ritinu Flóru. „Boð­skapur Druslu­göngunnar er að standa með brota­þolum og í ár vildum við fá að heyra í ein­stak­lingum sem fá oft ekki pláss í sviðs­ljósinu,“ segir Eva

„Okkur finnst allri um­ræðunni um of­beldi og kynja­mis­rétti hafa verið stjórnað af for­réttinda­fólki og vildum þannig hleypa fleiri hópum að.“ Aug­lýst var eftir þátt­tak­endum í raf­rænu gönguna og létu svörin ekki á sér standa.

„Við fengum til liðs við okkur konur af er­lendum upp­runa, litað fólk og fólk sem glímir við fíkn, svo nokkur dæmi séu tekin.“ Greina­höfundar á­kváðu síðan sjálfir hverju þeir vildu deila.

Eva Sigurðar­dóttir er meðal skipu­leggjenda druslugöngunnar.

Kröfu­ganga á vefnum

Í stað þess að fylkja liði í mið­bænum er fólk hvatt til að deila á­fram greinum sem inni­halda fræðslu um of­beldis­menningu og for­dóma gegn hópum sem hefur verið þrýst út á jaðarinn. „Því fleiri sem á­fram­deila greinunum, því lengri kröfu­ganga myndast á vefnum.“

Raf­ræna Druslu­gangan fer fram á morgun og er hægt að taka þátt án þess að brjóta gegn sótt­varna­lögum með því að heim­sækja heima­síðu Flóru. „Sýnum öllum brota­þolum of­beldis stuðning óháð kyni, kyn­þætti, fötlun, út­liti, litar­hætti, kyn­tjáningu, kyn­hneigð, kyn­gervi, heimilis­að­stæðum, heilsu­fari, líferni og öðrum stöðlum sam­fé­lagsins. Dreifum boð­skapnum.“

Öllum er vel­komið að taka þátt í raf­rænni Druslu­göngu á fl­ora-ut­gafa.is