Breska konungsfjölskyldan er sögð hafa átt nokkur samtöl um húðlit Archie, sonar Meghan Markle og prins Harry, að sögn breska blaðamannsins Omid Scobie.
Blaðamaðurinn er sagður sá sem að parið hefur helst kosið til að skrifa um sig en hann greindi frá þessu á blaðamannafundi í gær. Hann sagði á fundi í London í gær, föstudag, að meintu samræðurnar, sem var fyrst talað um í víðfrægu viðtali Meghan og Harry við Opruh fyrr á árinu, hafi verið talsvert stórt mál og að margir hafi komið að þessum samræðum innan fjölskyldunnar.
„Það var eitt samtal sem átti sér stað sem hafði mikil áhrif á þau, þegar það kom að einhverjum innan konungsfjölskyldunnar sem lýsti yfir áhyggjum um húðlit Archie,“ sagði Scobie á fundinum.
Hann sagði að það hefðu verið fleiri innan bæði fjölskyldunnar og stofnunarinnar sem ræddu það og ekki allir með sömu samúð og þá hafi parinu liðið eins og málið væri stærra, því ekki var aðeins um eina manneskju að ræða.
Scobie sagðist ekki geta staðfest hver það var sem að lýsti yfir áhyggjum sínum við MArkle því að hann hefði aðeins einn heimildarmann og gæti ekki staðfest það sem hann sagði. Hann bætti þó við að ef að manneskjan væri hátt sett innan bresku konungsfjölskyldunnar og yrði mögulega yfir henni einn daginn þætti honum eðlilegt að almenningur yrði upplýstur um þessar skoðanir þessa einstaklings gagnvart kynþætti.