Aðstandendur krakkaþáttanna Sesame Street spurðu netverja mikilvægrar spurningar á Twitter nú á dögunum, þar sem þeir spurðu hvaða persónu af fjórum þeir myndu helst vilja taka með sér á eyðieyju en netverjar fengu að velja á milli Elmo, Grover, kökuskrímslins, og Oscar fýlupúka. 

Aðstandendurnir bjuggust kannski ekki við þeim viðbrögðum sem fylgdu en þúsundir netverja áttu í nokkuð léttum en þó spennuþrungnum deilum um það hvaða persónu þeir myndu taka með sér á eyðieyjuna og af hverju. Þannig blanda leikarar og leikstjórar líkt og Joseph Gordon Levitt, Paul F. Tompkins og Joss Whedon sér í málið og skeggræða málið.

„Elmo er EINI valkosturinn. Grover er alltof stressaður. Kökuskrímslið myndi fara í afeitrun af kökuáti og hver veit hvernig hann er þegar hann er edrú. Allir sem velja Oscar ættu að vera undir eftirlit,“ segir leikarinn Paul F. Tompkins meðal annars en fleiri drepfyndin tíst má lesa hér að neðan.